04. mars, 2010 - 20:00
Fréttir
Á fundi stjórnar Akureyrarstofu í vikunni var farið yfir stöðu í viðræðum við menntamálaráðuneytið og stöðuna
á endurnýjun samninga við Leikfélag Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Framlag ríkisins til menningarmála á Akureyri
verður óbreytt frá síðasta ári eða 120 milljónir króna.
Þetta er 10 milljónum króna lægra en þágildandi samningur sagði til um. Útlit er fyrir að samningur bæjarins og ríkisins
verði framlengdur um 1 ár og tíminn nýttur til að leggja drög að framhaldinu.