Framkvæmdir við Samgöngu- miðstöð í Vatnsmýrinni hefjist þegar

Á fundi sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps var lagt fram bréf frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna, þar sem félagið hvetur sveitarfélög til að vinna að því að núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verði til frambúðar í samræmi við fyrri ályktanir FÍA. Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps tekur heils hugar undir það sem fram kemur í bréfinu og hvetur samgönguyfirvöld til að hefja þegar framkvæmdir við byggingu Samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni.  

Í lok fundar tilkynnti Haukur Halldórsson að hann myndi ekki gefa kost á sér í kjöri til sveitarstjórnar í komandi kosningum.

Nýjast