Framkvæmdir við íþróttahús Giljaskóla boðnar út í næsta mánuði

Stefnt er að því að bjóða út verk við nýja íþróttamiðstöð og fimleikahús við Giljaskóla á Akureyri að nýju í steptember.  Áætluð verklok eru að sögn Guðríðar Friðriksdóttur framkvæmdastjóra Fasteigna Akureyrar vorið 2010.  

Fyrsta skóflustunga að byggingunni var tekin í byrjun júní í fyrra og áætlað að taka húsið í notkun í júlí síðastliðnum.  Verktaki tilkynnti fyrr í sumar að hann treysti sér ekki til að ljúka byggingunni og sagði sig frá verkinu. Heildarkostnaður við bygginguna var áætlaður um 750 milljónir króna en stærð þess er tæplega 2.700 fermetrar.  Í húsinu verður leikfimikennsla fyrir Giljaskóla og sérdeild skólans auk þess sem þar verður aðstaða Fimleikafélags Akureyrar.

Nýjast