Framkvæmdir eru hafnar við byggingu tveggja einbýlishúsa við Daggarlund á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá Stefaníu Sigmundsdóttur á skipulagsdeild bæjarins er búið að úthluta fjórum lóðum af sextán við götuna og samþykkja teikningar af þremur húsum. Þar af eru tveir komnir með byggingarleyfi og byrjaðir en fjórði lóðarhafinn hefur ekki lagt inn teikningar. Þann núna 30. júní nk. fellur úr gildi sá 20% afsláttur sem bæjarstjórn samþykkti í byrjun árs 2011.
Svo hefur gjaldskráin/vísitalan verið frosin síðan vorið 2010. Þannig að þá má búast við einhverjum breytingum á gjaldskrá gatnagerðargjalda um næstu mánaðamót. Búast má við að bæjarráð taki málið fyrir alveg á næstunni, segir Stefanía.