Framkvæmdir á Akureyrarflugvelli

Ýmsar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Akureyrarflugvelli samkvæmt samgönguáætlun til ársins 2010, en ekki á samkvæmt áætluninni að verja neinu fé til endurbóta á flugstöðinni. Á þessu ári á að byggja upp og ganga frá öryggissvæði við norðurenda flugbrautarinnar sem verður 90x90 metrar að stærð, en samskonar öryggissvæði verður byggt upp við suðurenda brautar um leið og 460 metra lengingu brautarinnar lýkur sem er áætlað árið 2009. Malbika á alla flugbrautina árið 2009 og einnig á að binda yfirborð akbrauta. Þá verða gerðar umtalsverðar endurbætur á aðflugsbúnaði, og vinna á við að setja bundið slitlag á bílastæði og hefjast þær framkvæmdir í ár.

Nýjast