Framkvæmdastjóri Becromal hefur sagt upp störfum

Gauti Hallsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra hjá aflþynnuverksmiðju Becromal á Akureyri frá upphafi, hefur sagt upp störfum. Mengunarmál fyrirtækisins hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið eftir að RÚV greindi frá því að verksmiðjan hefði brotið starfsleyfi sitt að mati Umhverfisstofnunar. Mengun var yfir mörkum og mælingar í ólagi.  

Fyrirtækið fékk frest þar til á mánudag til að skila inn áætlun um úrbætur og sátu fulltrúar fyrirtækisins fund með fulltrúum Umhverfisstofnunar þar sem breytingar voru boðaðar. Þetta kemur fram á dv.is. Aðspurður hvort afsögn hans tengdist mengunarmálinu segir Gauti í samtali við DV.is. „Já meðal annars." Hann vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið og sagði það flókið.

Nýjast