Framhaldsaðalfundur GRASRÓTAR haldinn í kvöld

Áhugafólk um nýsköpunarmiðstöð og iðngarða, GRASRÓT, hefur auglýst framhaldsstofnfund í kvöld, miðvikudaginn 28. október, kl. 20.00 í gömlu Slippstöðinni. Félagið hefur það að markmiði að koma á fót fjölþættri þróunarmiðstöð fyrir atvinnusköpun og menningartengd verkefni með áherslu á sjálfbæra þróun.  

Einnig er leitað eftir verkefnisstjóra. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og kynna sér málið. Verkefnið er styrkt af Akureyrarbæ og Vinnumarkaðsráði.

Nýjast