14. desember, 2009 - 19:46
Fréttir
Fulltrúar úr stjórn Leikfélags Akureyrar, þeir Egill Arnar Sigþórsson, Kjartan Ólafsson og Ólafur Aðalgeirsson komu á fund
stjórnar Akureyrarstofu í síðustu viku og fóru yfir starfsemina og það sem framundan er. Þá var rætt um endurnýjun samnings LA og
Akureyrarbæjar en samningurinn rennur út nú um áramótin.
Ljóst er að framhald samnings bæjarins og Leikfélagsins ræðst að miklu leyti af samningi menntamálaráðuneytisins og Akureyrarbæjar sem
einnig er laus um áramót og brýnt að fá svör um fjárveitingar til þess samnings hið fyrsta, segir í bókun stjórnar
Akureyrarstofu.