Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri segir að vinna við uppstillingu framboðslista L-listans gangi samkvæmt áætlun, væntanlega verði listinn tilkynntur formlega þriðjudaginn 8. apríl. Allar vangaveltur um að L-listinn bjóði ekki fram, séu því úr lausu lofti gripnar. L-listinn er með hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar listans eru sex, þrjár konur og þrír karlar. Konurnar hafa nú allar gefið út að þær sækist ekki eftir endurkjöri. Þetta eru þær Halla Björk Reynisdóttir, Hlín Bolladóttir og Inda Björk Gunnarsdóttir.
Oddur Helgi segist vona að hann verið á framboðslistanum, en vill ekki tilgreina ákveðið sæti.