Framboðslisti Framsóknar- flokksins á Akureyri samþykktur

Á fundi fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna á Akureyri í gærkvöld, var framboðslisti flokksins á Akureyri við sveitarstjórnarkosningarnar 29. maí nk. samþykktur.  Guðmundur B. Guðmundsson er nýr oddviti Framsóknarflokkins en hann sigraði í prófkjöri á dögunum. Í heiðurssætinu er Jóhannes Gunnar Bjarnason núverandi oddviti flokksins í bæjarstjórn.  

Eftirtaldir skipa lista Framsóknarflokksins: 
 
1.      Guðmundur Baldvin Guðmundsson, skrifstofustjóri
2.      Petrea Ósk Sigurðardóttir, leikskólakennari
3.      Sigfús Arnar Karlsson, framkvæmdastjóri
4.      Erlingur Kristjánsson, forstöðumaður
5.      Guðlaug Kristinsdóttir, viðskiptafræðingur
6.      Sigríður Valdís Bergvinsdóttir, hársnyrtimeistari
7.      Hannes Karlsson, framkvæmdastjóri
8.      Birkir Örn Pétursson, nemi
9.      María Ingadóttir, launafulltrúi
10.  Tryggvi Már Ingvarsson, deildarstjóri
11.  Gerður Jónsdóttir, nemi
12.  Valdimar Pálsson, viðskiptastjóri
13.  Elva Sigurðardóttir, veitingamaður
14.  Sigurður Karl Jóhannsson, búfræðingur
15.  Anna Kristín Þórhallsdóttir, læknir
16.  Þór Vilhjálmsson, sjómaður
17.  Regína Helgadóttir, bókari
18.  Klemenz Jónsson, húsasmiður og dúklagningamaður
19.  Hanna Gunnur Sveinsdóttir, húsmóðir
20.  Óskar Ingi Sigurðsson, brautarstjóri rafiðngreinar VMA
21.  Kristín Brynjarsdóttir, starfsmaður í umönnun
22.  Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttakennari
 

Nýjast