Frábær tilþrif á Sparisjóðsmóti á skautum

Fyrir stuttu fór fram Sparisjóðsmót Listhlaupadeildar Skautafélags Akrureyrar, keppendur voru um þrjátíu og allir frá SA, enda um innanfélagsmót að ræða. Mótið markar upphaf skautatímabilsins og var mikil spenna hjá keppendum fyrir það. Margir hafa þó eflaust litið á þetta mót sem góða upphitun fyrir fyrsta sambandsmót ÍSS í Reykjavík þennan veturinn sem fram fór um helgina í Reykjavík, þar voru allir sterkustu skautarar landsins með og verður sagt frá því móti í Vikudegi á fimmtudag.

Listi yfir sigurvegara í einstökum flokkum fylgir hér að neðan.

8 ára og yngri B

Elísabet Ingibjörg Sævarsdóttir

 
10 ára og yngri B

Guðrún Brynjólfsdóttir

 
12 ára og yngri B

Andrea Dögg Jóhannsdóttir

 
14 ára og yngri B

Andrea Rún Halldórsdóttir

 
15 ára og yngri B

Auður Jóna Einarsdóttir

 
12 ára og yngri A

Urður Ylfa Arnarsdóttir

 
Novice

Helga Jóhannsdóttir

 
Junior

Sigrún Lind Sigurðardóttir

Nýjast