Þór er komið í 2. sætið í 1. deild kvenna í köfubolta eftir sigur gegn Skallagrími, 58:55, er liðin mættust í Borgarnesi í gær. Þór átti frábæran endasprett í leiknum en Skallagrímur hafði sjö stiga forystu í leiknum þegar rétt um tvær mínútur lifðu leiks. Norðanstúlkur sýndu hins vegar mikinn styrk og lönduðu þriggja stiga sigri. Þór er sem fyrr segir öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn með 10 stig. Í dag sækir Þór Njarðvík heim í Subway- bikarkeppninni og hefst leikurinn kl. 15:00.