Frábær árangur FIMAK á Vormóti FSÍ

Stúlkurnar í I4 í 5. flokki með bikarana tvo.
Stúlkurnar í I4 í 5. flokki með bikarana tvo.

Keppendur frá Fimleikafélagi Akureyrar gerðu frábæra hluti á Vormóti FSÍ í hópfimleikum sem fram fór á Egilstöðum sl. helgi en keppt var í landsreglum. FIMAK sendi sjö lið til keppni og kom hlaðið verðlaunum til baka. Í 3. flokki stúlkna sendi félagið eitt lið til leiks sem sigraði sinn flokk og vann einnig deildarmeistaratitilinn fyrir samanlagðan árangur í vetur. Einnig bar lið frá FIMAK sigur úr býtum í 5. flokki og hlaut einnig deildarmeistaratitilinn í þeim flokki. Bæði þessi lið urðu einnig Íslandsmeistarar í sínum flokki fyrr í vetur. Í fyrsta sinn í sögu félagsins sendi FIMAK drengjalið til keppni í 5. flokki drengja sem hafnaði í þriðja sæti og í opnum flokki hafnaði félagið í þriðja sæti, en þar kepptu unglingar sem æfa fimleika án áherslu til keppni.

Nýjast