Frá Akureyri til Gaza
Samstöðu- og styrktartónleikar fyrir íbúa Gaza svæðisins verða haldnir á Græna hattinum á Akureyri í dag. Fram koma fjórar eyfirskar hljómsveitir; Mafama, Helgi og hljóðfæraleikararnir, Heflarnir og Á geigsgötum. Allur aðgangseyrir rennur beint til neyðaraðstoðar og uppbyggingar á Gaza í gegnum Félagið Ísland-Palestína enda gefa allir sem að tónleikunum koma vinnu sína. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en miðasala fer fram í Eymundsson og við innganginn. Stuðningsaðilar tónleikanna eru meðal annarra Græni hatturinn, N4 og Ásprent