Fótboltinn ódýrastur á Akureyri

Fótbolti er vinsæl íþrótt. Mynd/Sævar Geir
Fótbolti er vinsæl íþrótt. Mynd/Sævar Geir

Samkvæmt könnun verðlagseftirlits ASÍ á æfingagjöldum 4. og 6. flokks barna og unglinga í knattspyrnu eru ódýrast að æfa hjá KA og Þór á Akureyri en dýrast hjá Breiðabliki í Kópavogi. Í 4. flokki æfa 12 og 13 ára börn. Þar var verðmunurinn á ódýrasta félaginu og því dýrasta er 57%, eða 11.333 krónur. KA, Þór og KR voru ódýrust en þar kostar rúmlega 20 þúsund krónur að æfa í fjóra mánuði. Dýrast er að æfa hjá Breiðablik en þar kostar fjórir mánuðir rúmlega 31 þúsund krónur. Í 6. flokki æfa 8 og 9 ára börn.

KA og Þór voru einnig ódýrust í þessum flokki en þar kosta fjórir mánuðir rúmlega 17 þúsund krónur. Breiðablik var einnig dýrast í þessum flokki, ásamt ÍA, en þar kosta fjórir mánuðir ríflega 26 þúsund krónur. Svo verðlagseftirlitið gæti borið gjaldskrána saman var fundið út mánaðargjald, þar sem félögin hafa ekki samræmda uppsetningu á gjaldskrá fyrir eitt ár í senn. Sum eru með árgjald, önnur annargjöld og jafnvel er búið að setja sölu á varningi eða vinnu við mót inn í gjaldskrána. Í

Í tilkynningu verðlagseftirlitsins segir að vert sé að athuga að hér sé aðeins um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta sem í boði er á æfingum íþróttafélaganna er ekki metin. Verðlagseftirlitið tekur heldur ekki tillit til fjáröflunar sem íþróttafélögin standa fyrir og eða styrkja frá sveitarfélögum hvorki æfingagallar, né keppnisgjöld eru með í gjaldinu sem borið er saman.

Fimleikar og handbolti hjá KA hækka um 14%

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði einnig verð á gjaldskrá fyrir börn og ungmenni sem æfa handbolta hjá sextán fjölmennustu handboltafélögum landsins veturinn 2014/15. Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verði en borin vorum saman æfingagjöld í 4.,6. og 8. flokki. Öll félögin bjóða upp á æfingar fyrir 8. flokk (6 og 7 ára). Ellefu félög hafa hækkað hjá sér árgjaldið 2014/15 fyrir 6. flokk miðað við í fyrra. Mesta hækkunin er hjá Fjölni úr 55.000 kr. í 66.000 kr. eða um 20%. Þar á eftir kemur KA með hækkun úr 37.000 kr. í 42.000 kr. eða um 14%. Einnig var tekið saman hvað kostar að æfa fimleika fyrir 8-10 ára börn haustið 2014 í u.þ.b 4. klst. á viku í 4 mánuði. Mikill verðmunur er á hæsta og lægsta verðinu eða 131%. Dýrast er að æfa hjá Gerplu í Kópavogi eða 57.308 kr. en ódýrast hjá Fimleikafélaginu Rán á 24.840 kr. sem er 32.468 kr. verðmunur eða 131%. Gjaldskrá félaganna hefur staðið í stað hjá 3 félögum af 15 frá því í fyrra, en þau félög eru Afturelding, Keflavík og Fimleikafélagið Rán. Hin félögin hafa hækkað gjaldskrána um 2-17%. Mesta hækkunin er hjá Íþróttafélaginu Hamri, sem hækkaði gjaldið úr 24.000 kr. í 28.000 kr. eða um 17%, Fimleikafélag Akureyrar og Fimleikafélag Akraness hafa hækkað um 14%. Hjá Fimleikafélagi Akureyrar kostar nú 42.400 kr. en var áður 38.300. Á vefsíðu ASÍ er tekið fram að aðeins sé um verðsamanburð að ræða og sú þjónusta eða dagskrá sem í boði er á námskeiðum íþróttafélaganna er ekki metin. Ekki er tekið tillit til hvað félögin bjóða upp á margar æfingar í viku, en ekki er mikill munur á fjölda æfinga milli félaga.

 


Nýjast