Í Vikudegi á morgun er hitað upp fyrir komandi fótboltasumar í 1. deild karla. En 1. deild karla hefst á sunnudaginn næstkomandi. Þá halda Þórsarar til Vestmannaeyja og spila við heimamenn en KA leikur á KA-vellinum gegn Víkingi frá Ólafsvík.
Spekingarnir Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis og Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fjarðabyggðar spá í spilin í blaðinu á morgun og það gera einnig þeir Lárus Orri Sigurðsson þjálfari Þórs og Slobodan Milisic þjálfari KA. Þeir Lárus Orri og Slobodan segja einnig frá því hvaða væntingar þeir hafa til sumarsins hjá sínum liðum.