Fótboltaveisla á Akureyri

KA og ÍR áttust við á N1-mótinu í gær. Mynd/Þröstur Ernir
KA og ÍR áttust við á N1-mótinu í gær. Mynd/Þröstur Ernir

Tvö stór knattspyrnumót fara fram á Akureyri um helgina, N1-mótið og Pollamótið, og er búist við um að þúsundir gesta leggi leið sína norður í tengslum við mótin. Auk þess er heimsmeistarakeppnin í Brasilíu í fullum gangi og því má með sanni segja að lífið snúist um knattspyrnu á Akureyri næstu daga. Um 1600 keppendur eru á N1-mótinu sem fram fer á KA-svæðinu þar sem strákar í fimmta flokki eru í aðalhlutverki. Alls eru liðin 150 frá 36 félögum. Á Pollamótinu er um 600 keppendur skráðir og rúmlega 60 lið.

throstur@vikudagur.is 

 

Nýjast