Fósturlát er raunverulegur missir

Fósturduftreiturinn var tekinn í notkun sumarið 2013.
Fósturduftreiturinn var tekinn í notkun sumarið 2013.

Minningarstund vegna fósturláta verður haldin í Höfðakapellu á Akureyri í dag kl. 16:30. Minningarstundin er hugsuð til að koma til móts við þau ótalmörgu sem upplifað hafa sorg vegna fósturláts. Séra Guðrún Eggertsdóttir annast minningarstundina en hún segir fósturlát ekki lengur vera feimnismál. Viðhorfið sé breytt og fólk sem lendir í slíku áfalli fær stuðning. Nánar er rætt við Guðrúnu í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast