Árleg föstuganga í Laufásprestakalli verður gengin í dag, föstudaginn langa. Gengið verður frá þremur stöðum í Laufás þ.e. frá Svalbarðskirkju kl. 11.00, frá Végeirsstöðum í Fnjóskdal kl. 11.00 og frá Grenivíkurkirkju kl. 12.30.
Lesið verður úr píslarsögu Krists á hverjum stað fyrir sig áður en ganga hefst. Björgunarsveitir úr prestakallinu verða á ferð. Þegar komið er í Laufás verður hægt að kaupa súpu og brauð í Þjónustuhúsi og kl. 14.30 verða ljúfir tónar í Laufáskirkju, sem þau hjón Ívar Helgason og Margrét Árnadóttir framkalla að þessu sinni. Tónleikarnir eru öllum opnir og enginn aðgangseyrir.