Leikstjórinn Baldvin Z forsýnir nýjustu kvikmynd sína Vonarstræti í Borgarbíó á Akureyri í kvöld en myndin fer í almennar sýningar annað kvöld, föstudag. Baldvin, sem er uppalinn Akureyringur, segir mikinn heiður að halda sérstaka forsýningu í sínum heimabæ. Þetta skiptir mig miklu máli og engin tilviljun að Borgarbíó varð fyrir valinu. Bíóið er stór partur af mínu uppeldi, segir Baldvin.
Sjá má stiklu úr Vonarstræti með því að smella hér.
Ítarlegt viðtal er við Baldvin Z í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag. Þar ræðir Baldvin m.a. um leikstjóraferilinn, æskuárin á Akureyri og móðurmissinn.