Forstöðumaður strætó segir upp störfum
Forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar, Stefán Baldursson, hefur sagt upp störfum en hann tilkynnti bænum fyrst uppsögnina sl. vor. Vikudagur birti úttekt Stefáns á stöðu strætisvagna á Akureyri nýverið, þar sem í ljós kom að verulegra úrbóta er þörf; vagnarnir eru of gamlir og óvíst hvort sumir strætóar standist skoðun í sumar.
Stefán segir andvaraleysi meðal bæjaryfirvalda í þessum málum hafi gert það að verkum að hann hætti fyrr en ella. Nánar er fjallað um þetta mál og rætt við Stefán í prentútgáfu Vikudags.
-þev