Skarpur kemur út í dag og í blaðinu er víða komið við og gripið niður. Hrannar Pétursson, forsetaframbjóðandi frá Húsavík, situr fyrir svörum, en hann er eini frambjóðandi sögunnar til þessa embættis sem fæddur er á Bessastöðum! Þá er spjallað við dönsku listakonuna Julie Lænkholm sem er að undirbúa sýningu á slóðum forfeðrana á Húsavík, en hún er afkomandi Þórðar Guðjohnsens faktors.
Þingeyskir hagyrðingar kom við sögu, þeir Einar Georg, Hjálmar Freysteins og Gunnar J. Straumland. Við birtum fagrar myndir af Bæjartjörninni hennar Laufeyjar á Stóru-Tjörnum. Fjöllum um myndlistarsýningu Ingvars Þorvaldssonar, fyrrum hægri útherja Völsungs, sem og um sprengingu á Húsavík sem vakti bæjarbúa á föstudaginn langa. Fjöllum áfram um áhuga PCC Seaview Residences hf á byggja um 40 íbúðir á Húsavík. Varamannaskipti í sveitarstjórn koma við sögu og sitthvað fleira forvitnilegt. M.a. er fé af ýmsu tagi spurt hvort það eigi fé á aflandseyjum og réttsýnn fjárhundur kveðst aðeins smala á afrétti - ekki á aflandseyjum. JS