Akureyringurinn Baldvin Z er einn af okkar fremstu leikstjórum en nýjasta mynd hans, Lof mér að falla, hefur vakið mikla athygli og umtal og fengið gríðarlega góða aðsókn í kvikmyndahúsum. Baldvin Z fékk snemma áhuga á kvikmyndagerð og var ekki nema 11 ára gamall þegar hann vissi hvaða braut hann ætlaði að feta í lífinu.
Vikudagur sló á þráðinn til Baldvins Z og spjallaði við hann um nýju kvikmyndina og forvitnaðist um líf og starf kvikmyndagerðarmannsins en viðtalið má nálgast í prentútgáfu blaðsins.