Jafnframt var komið á framfæri frá formannafundinu ályktun, þar sem óskað er eftir því við íþróttaráð að allra leiða verði leitað til þess að sparkvellir bæjarins verði upphitaðir og flóðlýsing þeirra höfð í gangi á komandi vetri. Í bókun íþróttaráðs kemur fram að þegar hafi verið tekin ákvörðun um það innan Akureyrarbæjar að allir sparkvellir verði upphitaðir og með hefðbundinni lýsingu á komandi vetri.