Formannafundur ÍBA minnir á mikilvægi æskulýðs- og forvarnastarfs

Á fundi íþróttaráðs Akureyrar í gær, voru tekin fyrir erindi frá  Þresti Guðjónssyni formanni Íþróttabandalags Akureyrar, þar sem komið er á framfæri ályktun frá formannafundi bandalagsins og minnt á mikilvægi æskulýðs- og forvarnastarfs sem aðildarfélög bandalagsins annast og að hugað verði að því við gerð fjárhagsáætlunar fyrir starfsárið 2010.  

Jafnframt var komið á framfæri frá formannafundinu ályktun, þar sem óskað er eftir því við íþróttaráð að allra leiða verði leitað til þess að sparkvellir bæjarins verði upphitaðir og flóðlýsing þeirra höfð í gangi á komandi vetri. Í bókun íþróttaráðs kemur fram að þegar hafi verið tekin ákvörðun um það innan Akureyrarbæjar að allir sparkvellir verði upphitaðir og með hefðbundinni lýsingu á komandi vetri.

Nýjast