Ljóst er að ástæðurnar eru margþættar og margslungnar, eitthvað sem við þurfum að fara í gegnum og læra af. Sem formaður stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri ber ég mína ábyrgð og hana ætla ég að axla og segi því af mér sem formaður. Ég trú að ég hafi lagt mig fram og vona að starf mitt hingað til sem formaður geti orðið grunnur að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þrátt fyrir þessa þungbæru niðurstöðu trúi ég því einnig að við munum með samstiltu átaki ná okkar stöðu og styrk. Sem sjálfstæðismaður er ég tilbúinn til þess að leggja mitt af mörkum í því starfi," segir Baldur ennfremur.