Formaður bæjarráðs Akureyrar segir lítið megi útaf bregða í rekstri bæjarins

Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að lítið megi út af bregða í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Í fréttatilkynningu frá Akureyrabæ vegna gerð fjárhagáætlunar fyrir árið 2016 segir að fjárhagsstaða bæjarins sé sterk þrátt fyrir að sveitarfélögum á Íslandi sé þröngt sniðinn stakkurinn um þessar mundir, nýgerðir kjarasamningar þyngi enn frekar róðurinn og muni launagreiðslur og launatengd gjöld nema rúmum 55% af rekstrartekjum Akureyrarbæjar. Rætt er við Guðmund Baldvin um fjárhagsáætlunina í prentútgáfu Vikudags en þar ræðir hann m.a. um hina umdeildu ákvörðun að veita 200 milljónum í rennibraut við Sundlaug Akureyrar.

Nýjast