Foreldrar ósáttir og krefjast þess að leikskólinn verði áfram opinn

Leikskólinn Hlíðaból. Mynd/Þröstur Ernir
Leikskólinn Hlíðaból. Mynd/Þröstur Ernir

Foreldrar barna á leikskólanum Hlíðabóli á Akureyri hafa sett af stað undirskriftalista til að mótmæla fyrirhugaðri lokun leikskólans. Eins og Vikudagur greindi frá í síðasta blaði verður leikskólanum lokað sumarið 2017 vegna fækkunar leikskólabarna. Hlíðaból er er eini leikskólinn í hverfinu og hafa foreldrar skrifað bréf til skóladeildar Akureyrarbæjar þar sem þess er krafist að ákvörðunin verði endurskoðuð. Formaður skólanefndar á Akureyri segir að öllum börnum sé tryggð jafngóð þjónusta. Nánar er fjallað um málið í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 7. apríl

Nýjast