Forðumst dómhörku, segir sóknarprestur Akureyrarkirkju

Unnið að viðgerð hurðarinnar í morgun/myndir Karl Eskil
Unnið að viðgerð hurðarinnar í morgun/myndir Karl Eskil

Kirkjuhurð Akureyrarkirkju er sennilega ónýt, segir Svavar A. Jónsson sóknarprestur kirkjunnar. Slökkvilið Akureyrar var kallað út um klukkan fimm í nótt, eftir að eldvarnarkerfi kirkjunnar gerði viðvart um eld. Síðar kom í ljós að eldur hafði verið lagður að hurðinni.

Lörgreglan rannsakar málið og telur að um einbeittan ásetning hafi verið að ræða. Lögreglan hvetur þá sem geta veitt einhverjar upplýsingar að hhafa samband.

Séra Svavar A. Jónsson sóknarprestur Akureyrarkirkju skrifar um málið á Facebook  í morgun. „Kirkjuhurðin er sennilega ónýt en til lánsins tókst að slökkva eldinn áður en hann náði að breiðast út.
 Þessi skipulagða árás á kirkjuna veldur mér mikilli sorg en við skulum forðast dómhörku og halda stillingu. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins. Munum orð Jesú:,,Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður," skrifar séra Alfreð A. Jónsson sóknarprestur.

Í morgun var unnið að því að pússa hruðina.

karleskil@vikudagur.is

Nýjast