Fölsuð skilríki í umferð

Lögreglan á Akureyri fylgdist vandlega með skemmtistöðum í bænum um helgina og athugaði sérstaklega hvort of ungt fólk væri inni á skemmtistöðunum og hvernig dyravörslu væri sinnt. Útkoman var m.a. sú að hald var lagt á 7 skilríki sem voru ýmist fölsuð, eða í höndum annarra en eigenda þeirra. Mun ætlun lögreglunnar að fylgja þessu eftirliti vel eftir á næstunni. Lögreglan náði fíkniefnum í tveimur tilvikum, amfetamíni og kókaíni og á heimili manns sem var handtekinn fyrir innbrot á skemmtistað fannst útbúnaður til kannabisræktunar og var greinilegt að þar var framleiðsla að hefjast.

Nýjast