Mikið álag er á rannsóknadeild Sjúkrahússins á Akureyri eftir að lög voru sett á félagsmenn BHM og vísa þarf fólki frá daglega sem kemur í blóðsýnatöku. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á SAk, segir að starfsfólk geti ekki sinnt öllum þeim fjölda sem kemur daglega. Svo hægt sé að vinna úr þeim sýnum sem eru tekin er takmarkaður fjöldi sem kemst að. Það hefur verið mikið álag á rannsóknadeildinni og viðbúið að svo verði áfram. Það getur tekið margar vikur að ná þessu í eðlilegt horf, segir Sigurður.
Þá er biðlisti eftir valaðgerðum langur og segir Sigurður að ekki verði hafist handa við að vinna niður biðlistann fyrr en í haust þegar starfsfólk kemur úr sumarfríi.
-þev