Fólk verði ekki þvingað til Akureyrar

Fiskistofa mun flytjast á Akureyri
Fiskistofa mun flytjast á Akureyri

„Það er nauðsynlegt og sjálfsagt að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni en ég myndi vilja sjá ítarlega og vandaða áætlun til lengri tíma sem væri unninn á þverpólitískri sátt,“ skrifar Brynhildur Pétursdóttir þingkona Bjartrar framtíðar í NA-kjördæmi á fésbókarsíðu sína, um fyrirhugaðan flutning Fiskistofu til Akureyrar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, tilkynnti flutning Fiskistofu sl. föstudag og hefur sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar verið vægast sagt umdeild. Áætlað er að klára flutninginn fyrir lok næsta árs.

„Væri ekki eðlilegra í þessu máli að markmið væri að innan t.d. tíu ára væru höfuðstöðvar Fiskistofu komnar norður?  Ég get fullvissað fólk um að það er frábært að búa á Akureyri en ég vil að fólk komi hingað með bros á vör en ekki að því finnist það þvingað til flutninga gegn eigin vilja," skrifar Brynhildur.

throstur@vikudagur.is

Nýjast