Fólk í ferðaþjónustu uggandi

Seinkun gæti orðið á opnun Hlíðarfjalls.
Seinkun gæti orðið á opnun Hlíðarfjalls.

Fólk sem starfar í veitinga-og ferðaþjónustu á Akureyri hefur áhyggjur af því að opnun Hlíðarfjalls á Akureyri muni dragast á langinn. Eins og Vikudagur fjallaði um í síðustu viku eru báðir verkstjórar skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar hættir störfum. Auglýst verður eftir verkstjórum en nokkurn tíma tekur að þjálfa nýja starfsmenn og því ekki útilokað að seinkun verði á opnum skíðasvæðsins í vetur. Í versta falli verður ekki opnað fyrr en eftir áramót og gæti það dregið dilk á eftir sér fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Nánar er fjallað um  málið í prentútgáfu Vikudags.

-þev

Nýjast