Fólk haldi sig heim eftir klukkan fimm

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Óvissustigi hefur verið lýst yfir á landinu vegna óveðurs. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er áætlun um lokun vega á Norðurlandi en gert er ráð fyrir að allri umferð um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatnsöræfin, Hólsheiði, Hófaskarð og Brekknaheiði verði lokað kl. 16:00 og fram á morgun. Þá beinir lögreglan á Norðurlandi eystra þeim tilmælum til fólks að vera ekki á ferðinni eftir kl. 17:00 í dag.

Nýjast