Fólk flykkist í ljósabekkina

Rósa Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Sigtryggsson eigendur Stjörnusól.
Rósa Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Sigtryggsson eigendur Stjörnusól.

Í lok nóvember opnaði Stjörnusól eftir breytingar að Geislagötu 12 á Akureyri en stofan hefur verið starfrækt síðan árið 1987. Breytingarnar fólust í því að húsnæðið var endurbætt  og móttaka viðskiptavina var flutt, nú er gengið inn beint frá Geislagötu. Þá tók stofan í notkun þrjá nýja ljósabekki frá Þýskalandi sem eru þeir fullkomnustu sem völ er á og er stofan þar með útbúin sex ljósabekkjum í heild. 

Eigendur Stjörnusól eru þau Rósa Sveinbjörnsdóttir og Gunnar Sigtryggsson. Gunnar segir fólk stunda ljósabekkinn af fullum krafti þrátt fyrir umræðu um aukna hættu á húðkrabbameini undanfarin ár en nánar er rætt við Gunnar í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast