„Fólk er mjög sárt yfir þessu“

Viðar Gunnarsson kveður kjötborðið í Hrísalundi eftir 10 ár í starfi og sjálft kjötborðið
hverfur s…
Viðar Gunnarsson kveður kjötborðið í Hrísalundi eftir 10 ár í starfi og sjálft kjötborðið hverfur senn.

Viðar Gunnarsson, sem hefur haft umsjón með kjötborðinu í Úrval við Hrísalund á Akureyri undanfarin áratug, lét af störfum um áramótin en eins og blaðið hefur greint frá mun verslunin loka í núverandi mynd í febrúar og ný Nettó-verslun kemur í staðinn. Kjötborðið vinsæla mun því senn heyra sögunni til. Margir hafa líst yfir gremju sinni yfir því að kjötborðið muni hverfa með nýrri verslun og segist Viðar hafa fengið sterk viðbrögð frá kúnnum. „Ég fékk gríðarlega mikið af kvörtunum síðustu vikurnar fyrir áramót. Fólk er mjög sárt yfir þessu,“ segir Viðar. Sjálfur var hann hissa á þeirri ákvörðun að láta kjötborðið fara. Lengri frétt og ítarlegra spjall við Viðar má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 7. janúar 

Nýjast