Föðurhlutverkið og handboltinn fara vel saman

Arnór Þór Gunnarsson /mynd Þröstur Ernir
Arnór Þór Gunnarsson /mynd Þröstur Ernir

Arnór Þór Gunnarsson handknattleiksmaður hefur búið í Þýskalandi undanfarin þrjú ár þar sem hann leikur með  Bergischer. Arnór, sem er 25 ára og einn af „Strákunum okkar“ í íslenska handboltalandsliðinu, mun leika í einni sterkustu deild heims næsta vetur. Arnór er staddur í sumarfríi á Akureyri um þessar mundir þar sem hann endurnærir sál og líkama fyrir átökin í haust.

„Það er alltaf gott að koma heim til Akureyrar. Hér eru mín fjölskylda og vinir og maður heilsar nánast hverjum manni þegar göngugatan er heimsótt. Þetta er það góða við að vera Akureyringur, þú þekkir svo marga og fólkið hérna er frábært,“ segir Arnór. „Svo er fastur liður að fara með fjölskyldunni á Greifann og fá sér síðan Brynjuís.“

Fæddur í föðurhlutverkið

Það eru spennandi tímar í einkalífinu hjá Arnóri um þessar mundir, þar sem honum og konunni hans fæddist þeirra fyrsta barn, Díana Arnórsdóttir, fyrir tíu mánuðum síðan.

„Þetta er yndisleg stúlka sem hefur haft mikil áhrif á mig. Ég er ekki lengur þessi haugur sem ég var,“ segir Arnór og hlær. „Áður en hún fæddist vakti maður t.d. lengi fram eftir nóttu og var seinn að koma sér á fætur á morgnana. Núna þarf maður að hugsa um meira en bara sjálfan sig. Daglega lífið breytist og það til hins betra. Mér finnst æðislegt að vera pabbi og Aron Einar bróðir minn sagði ég væri fæddur í þetta starf. Föðurhlutverkið og handboltinn fara vel saman.“

throstur@vikudagur.is

Nánar er rætt við Arnór í prentútgáfu Vikudags

Nýjast