Fluttar á slysadeild eftir útafakstur

Þrjár stúlkur á átjánda ári voru fluttar á slysadeild Sjúkrahúss Akureyrar í gærkvöld eftir að bíll þeirra fór útaf veginum við Súlnaveg á Akureyri og stakkst inn í moldarbarð. Að sögn lögreglu eru stúlkurnar ekki alvarlega slasaðar, en töluvert brotnar og lemstraðar. Bíllinn er þó nokkuð skemmdur. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Um malarveg er að ræða og er talið að það, ásamt reynsluleysi ökumannsins, hafi valdið útafakstrinum.

Nýjast