Raforkuflutningur á Eyjafjarðarsvæðinu hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en eins og Vikudagur greindi frá fyrr í sumar hamlar lélegt flutningskerfi á rafmagni því að atvinnuuppbygging geti átt sér stað á svæðinu. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna í NA-kjördæmi, segir málið grafalvarlegt. Það er þjóðhagslega súrt að staðan sé svona og þetta á við fleiri staði eins og t.d. Þórshöfn. Flutningsfyrirtæki eru í óþægilegri stöðu þar sem Landsnet ber vissulega að velja ódýrsta kostinn.
En það sem vantar upp á er að klára þá vinnu sem var farið í gang með á sínum tíma um jarðstrengjanotkun. Það þarf að taka ákvörðun um hvað skal gera sem fyrst því þetta getur ekki gengið mikið lengur og er ófremdarástand, segir Steingrímur.