12. júlí, 2007 - 18:59
Fréttir
„Án þess að það liggi fyrir, þá er stefnt að því að flýta framkvæmdum við lengingu flugbrautarinnar á Akureyri sé þess nokkur kostur. Þessu verki á, samkvæmt áætlunum sem unnið hefur verið eftir, að ljúka haustið 2009 en vonandi tekst að flýta verkinu," segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Þetta sagði samgönguráðherra við Vikudag þegar rætt var við hann um hinar svokölluðu mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna niðurskurðarins á þorskkvótanum á næsta fiskveiðiári. Mjög ítarlega er fjallað um þessi mál í Vikudegi dag og leitað viðbragða hjá alþingismönnum og bæjarstjórnarmönnum.