Flughált og hvasst á Öxnadalsheiði
Um norðanvert landið er flughált og segir Vegagerðin að fluhált sé á Öxnadalsheiði og Þverárfjalli. Á öðrum leiðum er varað við hálku eða hálkublettum. Vegagerðin beinir því til fólks að kynna sér færð. Á Öxnadalsheiði er núna VSV átt, 20 metrar á sekúndu. Myndin er tekin af upplýsingavef Vegagerðarinnar og sýnir ástandið á Öxnadalsheiði.
karleskil@vikudagur.is