Flugfélag Íslands í farsímanum

Vefsíður Flugfélags Íslands eru nú virkar í farsímum. Farsímaútgáfan hentar sérstaklega vel fyrir flestar gerðir snjallsíma, Android, Iphone, Ipad,og nýrri gerðir af Nokia og Blackberry. Útlit og virkni hefur verið endurskrifuð með snjallsíma í huga og er byggð á Jquery Mobile umgjörðinni. Í farsímanum er núna hægt er að bóka flug , sjá komur og brottfarir og flugáætlun Flugfélags Íslands. Einnig er hægt að skoða allar upplýsingar um vörur og þjónustu Flugfélgsins. Vefslóðirnar eru : m.flugfelag.is, m.airiceland.is og m.airiceland.dk  .

Nýjast