Allt innanlandsflug liggur niðri og hefur flugi til Ísafjarðar m.a. verið aflýst en mikil ókyrrð er í lofti. Athuga á flug á milli Akureyrar og Reykjavíkur kl. 13:30. Samkvæmt Veðurstofu Íslands má búast við austan-og norðaustanátt á landinu í dag, víða 13-20 m en 18-25 m/s syðst og við SA-ströndina síðdegis. Rigning eða slydda fram eftir degi SA-lands, annars snjókoma með köflum á A-verðu landinu. Skýjað en úrkomulítið V-til. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig í dag, en vægt frost NA-til. Kólnar smám saman, yfirleitt vægt frost á morgun, en frostlaust við S-ströndina.