Í flokksráði eiga sæti 30 landsfundakjörnir fulltrúar en auk þeirra skipa flokksráð allir kjörnir sveitastjórnarfulltrúar, alþingismenn, varaalþingismenn, formaður Ungra Vinstri Grænna, formenn svæðisfélaga og formenn kjördæmisráða. Fundurinn er opinn öllum félögum í VG og er búist við góðri þátttöku alls staðar að af landinu. Dagskrárin hefst seinni partinn á föstudag, þar sem m.a. Katrín Jakobsdóttir varaformaður VG setur fundinn og kynnir drög að ályktunum og Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins fer yfir málefni líðandi stundar. Almennar stjórnmálaumræður verða á föstudagskvöld og á laugardagsmorgun en ráðgert er að slíta fundinum kl. 15 .00 á laugardag.