29. október, 2007 - 20:04
Fréttir
Mikil hálka myndaðist á götum Akureyrar eftir að það fór að snjóa undir kvöld og er jörð orðin alhvít. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hafa orðið nokkur minni háttar umferðaróhöpp í hálkunni og eitthvað um eignatjón en engin slys á fólki. Þótt margir séu komnir með vetrardekkin undir bíla sína eru einhverjir enn á sumardekkjum og það er því full ástæða fyrir alla vegfarendur að fara varlega.