Flensan í Oddeyrarskóla en ekki á Iðavelli

Flensufaraldur herjar nú á Akureyri og í gær var þriðjungur nemanda í Oddeyrarskóla á Akureyri  heima með flensu. Rannveig Sigurðardóttir skólastjóri Oddeyrarskóla segir að í gær virðist sem flensan hafi náð hámarki en þá hafi þriðjungur nemenda í skólanum ekki mætt vegna veikinda. Dæmi eru um að í sumum bekkjum hafi aðeins tæplega helmingurinn af nemendunum mætt.  Ekki hefur enn verið staðfest að um svínaflensu sé um að ræða að sögn Rannveigar.
Sömu sögu er þó ekki að segja á Iðavöllum sem er leikskólinn á Oddeyrinni, en mörg börn þar eiga systkini í Oddeyrarskóla.  Þær upplýsingar fengust hjá deildarstjóra þar,  að ekki væri um meiri veikindi hjá leikskólabörnunum þar núna en áður, á einni deildinni voru aðeins tvö börn heima í dag vegna veikinda.  Spurning er hvort lýsið sem boðið er upp á með morgunmatnum á Iðavöllum hjálpi til við að stemma stigu við flensufaraldrinum, eða hvort leikskólabörn séu almennt hraustari en grunnskólabörn.
                                      -Sif Sigurðardóttir/Landpóstur

Nýjast