KA heldur áfram að gera góða hluti í blakinu og núna eru það yngri flokkarnir sem eru í aðalhlutverki. Síðari hluti Íslandsmóts yngri flokka var haldið í Digranesi í Kópavogi sl. helgi og þar gerðu KA- fólk góða hluti.
Strákarnir í 4. flokki drengja urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki og þá varð B- lið KA í þriðja flokki stúlkna einnig Íslandsmeistari í sínum flokki. Einnig vann KA tvenn silfurverðlaun á mótinu.