Fleiri fá inngöngu í HA

Mynd/HA.
Mynd/HA.

Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur samþykkt að fjölga samþykktum umsóknum við Háskólann á Akureyri úr rúmlega 1.000 í allt að 1.400 fyrir komandi skólaár. Var sú ákvörðun tekin vegna stöðunnar í íslensku samfélagi og yfirlýsingar stjórnvalda um að fjármagn háskólanna verði tryggt vegna aukinnar aðsóknar.

Með ákvörðuninni leggur háskólaráð traust sitt á ríkisstjórn og menntamálaráðuneytið um að standa heilshugar við yfirlýsinguna sem gefin var út 22. júní og að Háskólinn á Akureyri fái jafnframt leiðréttingu á þeim nemendaígildum sem háskólinn hefur í dag umfram greiddan nemendaígildafjölda frá stjórnvöldum. Þriðja árið í röð bárust Háskólanum á Akureyri yfir 2.000 umsóknir. Frá þessu er greint á vef Háskólans á Akureyri.


Athugasemdir

Nýjast