Fleiri bæjarfulltrúar eða fullt starf?

Akureyri
Akureyri

Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, segir að endurskoða þurfi starfsskilyrði sveitarstjórnarfólks. Hann segir ýmsa möguleika í boði, m.a. að gera þetta að fullu starfi eða fjölga bæjarfulltrúum og dreifa þannig álaginu. „Samkvæmt sveitarstjórnarlögum höfum við heimild fyrir fimmtán fulltrúum en erum aðeins að nýta ellefu," segir Logi. 

„Ókosturinn við núverandi starfsskilyrði eru þau að nánast eingöngu fólk, sem hefur sveigjanlegan vinnutíma, getur hellt sér af fullum krafti í bæjarmálin." 

Logi segir ennfremur að fólk sem ekki getur hlaupið frá sínum skyldum sé illfært að bjóða sig fram til bæjarstjórnar. „Það er alvarlegt mál,“ segir Logi Már, sem er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Vikudags.

-þev

Nýjast