Flautað til leiks í úrslitakeppninni í dag- Valur og Akureyri í beinni á RÚV

Flautað verður til leiks í undaúrslitum N1- deildar karla í handbolta í dag en þá mætast annars vegar Valur og Akureyri í Vodafonehöllinni kl. 16:00 og hins vegar Haukar og HK á Ásvöllum kl. 19:30. Leikur Vals og Akureyrar verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Búast má við hörkuviðureignum milli Vals og Akureyrar en leikir liðanna hafa verið jafnir í vetur. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, segir sína menn eiga helmings möguleika á að komast í úrslit.

„Við höfum verið slakir undanfarið en núna verðum við að reyna að laða fram það besta í okkur sem handboltamenn,” segir Rúnar.

Akureyringurinn og Valsarinn, Arnór Gunnarsson, segir sína menn í Val vera sigurstranglegra liðið. „Akureyri er með reynslumikið lið en við erum sterkari og með betri handboltamenn,” segir Arnór.

Liðin mætast öðru sinni í Íþróttahöllinni á Akureyri næstkomandi laugardagskvöld kl. 20:00.

Nánar er rætt við þá Rúnar og Arnór um úrslitakeppnina í nýjasta tölublaði Vikudags.

Nýjast