Fjórtán manns sóttu um starf fræðslustjóra hjá Akureyrarbæ sem auglýst hefur verið laust til umsóknar. Konur eru í miklum meirihluta eða tíu umsækjenda. Gengið verður frá ráðningu í starfið innan tíðar. Gunnar Gíslason gegndi stöðu fræðslustjóra en sagði upp störfum eftir að hann náði kjöri í bæjarstjórn Akureyrar. Þau sem sóttu um starfið eru:
Arnfríður Aðalsteinsdóttir, sérfræðingur, Akureyri
Bjarni Guðmundsson, menntaskólakennari, Akureyri
Eydís Aðalbjörnsdóttir, kennari, Reykjavík
Geir Hólmarsson, kennari, Akureyri
Hildur Betty Kristjánsdóttir, verkefnastjóri, Akureyri
Hildur Gylfadóttir, sviðsstjóri, Dalvík
Hrafnhildur S. Sigurgeirsdóttir, kennari og gæðastjóri, Akureyri
Íris Helga Baldursdóttir, skólastjóri, Hafnarfjörður
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri, Akureyri
Martha Lilja Marthensdóttir Olsen, þýðandi, Akureyri
Ómar Örn Magnússon, aðstoðarskólastjóri, Reykjavík
Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri, Bolungarvík
Valgeir Jens Guðmundsson, deildarstjóri, Reykjavík
Þuríður Óttarsdóttir, aðstoðarskólastjóri, Hafnarfirði